Norðurljós og Öskurhólshver

21. apríl 2014

  • Norðurljós og Öskurhólshver
    Norðurljós og Öskurhólshver

Litrík norðurljós prýða þessa fallegu mynd sem tekin var á Hveravöllum 30. mars síðastliðinn. Tveimur sólarhringum áður hafði sólin sent frá sér gusu af rafhlöðnum ögnum sem rákust á lofthjúpinn þetta sunnudagskvöld svo úr varð norðurljósasýning. Þegar agnirnar rákust á og örvuðu (jónuðu) súrefni í um 100 km hæð urðu gulgrænu ljósin til, en rauði liturinn stafaði af örvuðu súrefni í enn meiri hæð. Í fjarska glittir í Hofsjökul

Hveravöllum á Kili var fyrst lýst í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar árið 1752. Þetta glæsilega útsýni hefur þó ekki blasað við þeim Eggerti og Bjarna þar sem þeir komu á Hveravelli að sumri til. Í hvernum sem sést á myndinni voru þó svo mikil læti að Eggert nefndi hann Öskurhól. Öskurhólshver hefur fyrir löngu hljóðnað og er í dag fremur friðsæll.

Mynd: Gunnar Guðjónsson/Hveravallafélagið

Ummæli