Smástirni á Marshimninum

28. apríl 2014

  • Fóbos, Vesta, Ceres, Júpíter og Satúrnus á himninum yfir Mars
    Fóbos, Vesta, Ceres, Júpíter og Satúrnus á himninum yfir Mars

Á Curiosity jeppa NASA eru nokkrar öflugar myndavélar, þar á meðal Mastcam. Aðfaranótt 20. apríl síðastliðinn, að loknum 606. leiðangursdeginum á Mars, var Mastcam beint til himins og myndir teknar af nokkrum fyrirbærum í sólkerfinu okkar.

Á myndinni sést Fóbos, annað tveggja tungla Mars, auk reikistjarnanna Júpíters og Satúrnusar, dvergreikistjörnunnar Ceresar og smástirnisins Vestu. Ceres og Vesta eru viðfangsefni Dawn leiðangurs NASA. Öll þessi fyrirbæri sæjust með berum augum frá Mars.

Myndin var tekin á 12 sekúndum svo fyrirbærin koma fram sem rákir vegna snúnings Mars.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS/Texas A&M

Ummæli