Blár hnöttur í fjarska

5. maí 2014

  • Úranus og F- og A-hringar Satúrnusar
    Úranus og F- og A-hringar Satúrnusar

Smelltu á myndina til að stækka hana

Þann 11. apríl 2014 beindi Cassini geimfar NASA sjónum sínum að sjöundu reikistjörnu sólkerfisins, fölbláa ísrisann Úranus. Þetta er fyrsta myndin sem Cassini nær af Úranusi.

Þegar myndin var tekin var Úranus á nærri gagnstæðri hlið sólar frá Satúrnusi séð, í tæplega 4,3 milljarða km fjarlægð. Minnst getur fjarlægðin á milli Satúrnusar og Úranusar orðið rétt innan við 1,5 milljarðar km.

Myndin er í náttúrulegum lit en birta Úranusar hefur verið aukin rúmlega fjórfalt til að draga hann betur fram. Hægra megin sést ytri hluti A-hrings Satúrnusar og Keeler geilinn við enda hans. Mjói og bjarti hringurinn yfir miðja mynd er F-hringurinn.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli