Stjarna í fæðingu

26. maí 2014

  • Stjarna í fæðingu, IRAS 14568-6304, Hringfarinn
    Stjarna í fæðingu, IRAS 14568-6304, Hringfarinn

Á þessari glæsilegu mynd Hubble geimsjónaukans sést unga stjarna í myndun, enn sveipuð gasi og ryki. Stjarnan unga kallast IRAS 14568-6304.

Fyrir aftan fóstrið er kolsvört skuggaþoka, Hringfara-sameindaskýið (e. Circinus molecular cloud), kennt við samnefnt stjörnumerki. Í þessu mikla skýi er um 250.000 sinnum meira efni en í sólinni. Það er uppfullt af gasi, ryki og ungum stjörnum sem koma fram á myndum teknum í innrauðu ljósi.

Frá IRAS 14568-6304 stafar strókur sem birtist sem „hali“ undir stjörnunni. Strókurinn er afgangsgas og -ryk sem stjarnan tók frá móðurskýinu til að myndast. Þótt mestur hluti efnisins myndi stjörnuna og aðsópskringlu — efnisskífu í kringum stjörnuna sem gæti dag einn myndað reikistjörnur — tók stjarnan á einhverjum tímapunkti að varpa frá sér efni með miklu offorsi út í geiminn. Útkoman er ekki aðeins falleg, heldur getur hún veitt okkur mikilvægar upplýsingar um myndunarferli stjörnunnar.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: R. Sahai (Jet Propulsion Laboratory) og Serge Meunier

Ummæli