Bjartur kjarni og þyrilarmar

2. júní 2014

  • Þyrilvetrarbrautin NGC 1566 í stjörnumerkinu Sverðfisknum
    Þyrilvetrarbrautin NGC 1566 í stjörnumerkinu Sverðfisknum

Á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést NGC 1566, glæsileg þyrilvetrarbraut í um 40 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðu í stjörnumerkinu Sverðfisknum.

Kjarni NGC 1566 er lítill en sérstaklega bjartur eins og sjá má. Kjarninn er mjög virkur og geymir sennilega risasvarthol sem er mörgum milljón sinnum massameira en sólin okkar. Þegar efni fellur ofan í þetta svarthol sendir hún frá sér öflugar geislunarhrinur. Fyrir vikið er hún flokkuð sem vetrarbraut af Seyfert gerð.

NGC 1566 er næst bjartasta Seyfert vetrarbrautin sem þekkist. Hún er bjartasta vetrarbrautin í Sverðfiskshópnum, gisnum hópi vetrarbrauta sem saman mynda einn stærsta vetrarbrautahópinn á suðurhveli himins.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: Flickr notandinn Det58

Ummæli