Dvergvetrarbraut í nágrenni okkar

16. júní 2014

  • Dvergvetrarbrautin NGC 5474 í Stórabirni
    Dvergvetrarbrautin NGC 5474 í Stórabirni

Á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést NGC 5474, dvergvetrarbraut í um 21 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Stórabirni.

Þótt NGC 5474 flokkist sem dvergvetrarbraut inniheldur hún nokkra milljarða stjarna. Í samanburði við Vetrarbrautina okkar, sem inniheldur yfir 100 milljarða stjarna, er hún hins vegar dvergvaxin.

NGC 5474 tilheyrir hópi vetrarbrauta sem kenndur er við Messier 101, björtustu vetrarbraut þess hóps. Hugsanlega hefur þyngdarkraftur nágranna hennar haft sitt að segja um útlit NGC 5474. Messier 101 hópurinn og Grenndarhópurinn okkar tilheyra Meyjar ofurþyrpingunni, svo NGC 5474 er á vissan hátt nágranni okkar.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli