Röð stjörnumyndunarsvæða

23. júní 2014

  • Röð stjörnumyndunarsvæða
    Röð stjörnumyndunarsvæða

Stjörnur verða til í miklum gas- og rykskýjum á víð og dreif um þyrilarma Vetrarbrautarinnar. Á þessari mynd sjást nokkur slík ský sem tilheyra W48 sameindaskýinu sem er í um 10.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Erninum.

Bláleitu marglittulaga skýin vinstra megin eru elstu stjörnumyndunarsvæðin á myndinni. Inni í skýinu eru ungar og massamiklar stjörnur sem hafa mótað skýið með vindum sínum og geislun og hitað upp gasið svo það glóir.

Hægra megin við þau eru önnur glóandi ský sem munu að lokum mynda massamiklar stjörnur. Kekkirnir raðast upp eftir aldri: Elstu kekkirnir eru neðarlega vinstra megin en þeir yngri ofarlega hægra megin. Yngsta svæðið í röðinni er litli blágræni klumpurinn á miðri mynd.

Stjörnufræðingar telja þessa röð stjörnumyndunarsvæða mega rekja til nokkurra sprengistjarna sem sprungu fyrir meira en 10 milljónum ára á svæði sem er rétt fyrir utan vinstri brún myndarinnar. Þegar stjörnurnar sprungu urðu til höggbylgjur með þjöppuðu skýinu saman og hrundu af stað einni stjörnumyndun af annarri.

Myndin var tekin með Herschel geimsjónauka ESA.

Mynd: ESA/Herschel/PACS/SPIRE/HOBYS Key Programme samstarfið

Ummæli