Á leið til tunglsins

14. júlí 2014

  • Geimskot Apollo 11
    Geimskot Apollo 11

Miðvikudaginn 16. júlí árið 1969 hófst sögulegasti leiðangur geimkapphlaupsins og líklega mannkynssögunnar.

Þessi mynd var tekin skömmu eftir geimskot og sýnir hún Satúrnus 5 risaeldflaugina. Strókurinn stendur út úr F-1 hreyflunum fimm á fyrsta þrepi flaugarinnar sem brenna næstum 13 tonnum af eldsneyti á hverri sekúndu. 160 milljón hestöfl þurfti til að koma þessari öflugustu eldflaug sögunnar á loft.

Efst á flauginni er keilulaga Apollo geimfarið með þeim Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins innanborðs. Apollo 11 var á leið til tunglsins og átti að lenda þar fjórum dögum síðar. Sunnudaginn 20. júlí næstkomandi verða því liðin 45 ár frá fyrstu tungllendingunni.

Í 14. þætti þáttaraðarinnar Kapphlaupið til tunglsins, sem var á dagskrá Rásar 1 veturinn 2013-14, var fjallað um þremenningana sem gera áttu fyrstu tilraunina til að lenda á tunglinu.

Mynd: Apollo Lunar Surface Journal

Ummæli