MCS J0416.1-2403

4. ágúst 2014

  • Vetrarbrautaþyrpingin MCS J0416.1-2403
    Vetrarbrautaþyrpingin MCS J0416.1-2403

Á þessari mynd sem Hubble geimsjónaukinn tók sést vetrarbrautaþyrping sem heitir því órómantíska nafni MCS J0416.1-2403. Þyrpingin er ein af sex vetrarbrautaþyrpingum sem eru til rannsóknar í Hubble Frontier Fields verkefninu. Verkefnið snýst um að mæla dreifingu sýnilegs efnis og hulduefnis í þessum risavöxnu byggingum og nota þyngdarlinsuhrif þeirra til að skyggnast enn lengra út í geiminn.

Stjarneðlisfræðingar notuðu næstum 200 fjarlægar vetrarbrautir sem sjást á myndinni vegna þess að ljósið frá þeim hefur bognað og magnast upp vegna þyngdarlinsuhrifa, til að mæla heildarmassa þyrpingarinnar í forgrunni með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr. Í MCS J0416.1-2403 — sem er meira en 650.000 ljósár á breidd — er 160 billjón sinnum meira efni en í sólinni!

Mynd: ESA/Hubble, NASA, HST Frontier Fields. Þakkir: Mathilde Jauzac (Durham University, UK and Astrophysics & Cosmology Research Unit, South Africa) and Jean-Paul Kneib (École Polytechnique Fédérale de Lausanne, Switzerland)

Ummæli