Kekkjóttar hringeiningar

1. september 2014

  • Kekkjóttar hringeiningar
    Kekkjóttar hringeiningar

Hringar Satúrnusar eru eitt af undrum sólkerfisins. Þeir eru misbjartir og misþéttir og á sumum stöðum í þeim eru geilar eða eyður sem sýnast tóm en innihalda gjarnan eitthvað efni.

Á þessari mynd sést Encke-geilin í A-hring Satúrnusar. Úr fjarska er geilin tóm en á nærmyndinni sem Cassini geimfar NASA tók úr 321.000 km fjarlægð hinn 11. maí 2013, sjást tvær af þremur litlum hringeiningum sem eru í geilinni.

Hringeiningarnar eru ekki samfelldar, heldur misþykkar og virðast vaxa og minnka á víxl. Ástæðan fyrir því er nálægð við lítið tungl, Pan, en þyngdarkraftur þess afmyndar hringeiningarnar.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli