Haustjafndægur

22. september 2014

  • Árstíðir og möndulhalli Jarðar
    Árstíðir og möndulhalli Jarðar

Í nótt, aðfaranótt 23. september klukkan 02:29, verður sólin beint fyrir ofan miðbaug Jarðar. Það þýðir að á morgun eru jafndægur. Við jafndægur eru dagur og nótt nokkurn veginn jafnlöng (samt ekki alveg) alls staðar á Jörðinni. Jafndægur í september marka upphaf hausts á norðurhveli Jarðar en vorkomu á suðurhvelinu. Ástæðan er möndulhalli Jarðar. Á gervitunglamyndinni sem fylgir sést Jörðin við sólstöður í júní og desember og jafndægur í mars og september.

Jafndægur eru einu dagarnir á árinu þar sem sólin rís akkúrat í austri og sest í vestri. Um hásumar rís sólin nokkurn veginn í norð-norðaustri og sest í norð-norðvestri. Um hávetur rís sólin nokkurn veginn í suð-suðaustri og sest nokkurn veginn í suð-suðvestri.

Mynd: NASA/EUMETSAT/Robert Simmon

Ummæli