Tvær plánetur frá tunglinu

6. október 2014

  • Tvær plánetur frá tunglinu
    Tvær plánetur frá tunglinu

Frá árinu 2009 hefur Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) geimfar NASA hringsólað um tunglið og tekið margar stórfenglegar myndir af yfirborði þess, meðal annars lendingarstöðum Apollo leiðangranna.

Hinn 24. maí síðastliðinn var aðalmyndavél LRO beint að heimaplánetu okkar sem þá var í 376.000 km fjarlægð frá tunglinu. Á Jörðinni sést Afríka í heild sinni og Evrópa en einnig glittir í Ísland og sjást Austfirðirnir einna best, sérstaklega ef skoðuð er stærri útgáfa af myndinni.

Í fjarska glittir í lítinn punkt, reikistjörnuna Mars, sem var í um 112,5 milljón km fjarlægð þegar myndin var tekin. Mars var því 300 sinnum fjær en Jörðin.

Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University

Ummæli