Tunglmyrkvi frá Merkúríusi

13. október 2014

  • Tunglmyrkvi séður frá Merkúríusi
    Tunglmyrkvi séður frá Merkúríusi

Hinn 8. október síðastliðinn varð almyrkvi á tungli sem sást vel frá vestursströnd Bandaríkjanna, Kyrrahafi og austurhluta Asíu og Ástralíu.

Þegar tunglmyrkvinn átti sér stað beindi MESSENGER geimfarið, sem er á braut um Merkúríus, innstu reikistjörnu sólkerfisins, þá í 107 milljón km fjarlægð, myndavél sinni að Jörðinni og sá tunglið hverfa inn í skugga Jarðar.

Tunglmyrkvi 8. október 2014 séður frá Merkúríusi
Tunglið gengur inn í skugga Jarðar hinn 8. október 2014, séð frá Merkúríusi.

Mynd: NASA/JHUAPL/CIW

Ummæli