Sólin glitrar í vötnum Títans

3. nóvember 2014

  • Sólin glitrar í stöðuvötnum Títans
    Sólin glitrar í stöðuvötnum Títans

Fyrir skömmu þaut Cassini geimfar NASA framhjá Títan, stærsta tungli Satúrnusar og tók nokkrar myndir með nær-innrauðri myndavél sinni. Á þeim sést hvernig sólin endurspeglast af stöðuvötnunum á norðurpólnum, sem eru ekki úr vatni heldur vetniskolum eins og metani og etani, enda hitastigið á yfirborðinu um –179°C (og eitt þeirra heitir Mývatn). Á myndinni sjást líka ský yfir norðurpólnum, hugsanlega úrkomuský.

Myndin, sem er augljóslega samsett, var tekin hinn 21. ágúst síðastliðinn.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/University of Arizona/University of Idaho

Ummæli