Evrópa í nýju ljósi

24. nóvember 2014

  • Tunglið Evrópa. Mynd: NASA/JPL-Caltech/SETI Institute
    Tunglið Evrópa. Mynd: NASA/JPL-Caltech/SETI Institute

Milli áranna 1995 og 2003 rannsakaði Galíleó geimfar NASA Júpíter og Galíleótunglin fjögur og bylti þekkingu okkar á þessari stærstu reikistjörnu sólkerfisins.

Á myndinni sést eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins, Evrópa, í nýju ljósi. Myndin var nýlega endurunnin með nútímatækni og er sú besta sem til er af þessu dularfulla tungli.

Á yfirborðinu sjást margar langar sprungur, fullar af rauðbrúnu efni sem hugsanlega hefur seytlað upp úr hafi undir þykkri ísskorpunni. Hugsanlega leynist líf í þessu hafi.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/SETI Institute

Ummæli