67P/C-G í lit

15. desember 2014

  • Halastjarnan 67P/C-G í lit
    Halastjarnan 67P/C-G í lit

Hvernig er halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko á litinn? OSIRIS teymi Rosetta leiðangursins hefur nú útbúið fyrstu litmyndina af halastjörnunni eins og hún birtist mannsauganu. Eins og sjá má er halastjarnan fremur grá og einungis hárfín litbrigði sjást.

Myndin er sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum rauð, græna og bláa litsíur hinn 6. ágúst 2014 úr 120 km hæð yfir halasjtörnunni.

Á meðan myndatökunni stóð snerist halastjarnan á sama tíma og Rosetta færðist. Fyrir vikið voru myndirnar mjög hliðraðar miðað við hver aðra og sýndu því örlítið mismunandi sjónarhorn. Mikil vinna fólst í því að leggja myndirnar ofan á hver aðra, sem er ástæða þess að svo langan tíma tók að útbúa fyrstu litmyndina af halastjörnunni.

Mynd: ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS teymið MPS/UPD/LAM/IAA/SSO/INTA/UPM/DASP/IDA

Ummæli