Linsulaga vetrarbraut

12. janúar 2015

  • NGC 6861 í stjörnumerkinu Sjónaukanum
    NGC 6861 í stjörnumerkinu Sjónaukanum

Hér sést NGC 6861, vetrarbraut sem skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop fann árið 1826. Hún er næst bjartasta vetrarbrautinni í hópi vetrarbrauta sem kallast Sjónaukahópurinn (Telescopium Group) — einnig þekktur sem NGC 6868 hópurinn — í stjörnumerkinu Sjónaukanum.

Á myndinni, sem Hubblessjónaukinn tók, sjást dökkar rákir úr ryki í kringum miðju vetrarbrautarinnar sem byrgja sýn á stjörnur fyrir aftan. Rákirnar henta vel til að finna út hvernig vetrarbrautin hallar miðað við okkur og þar af leiðandi hvers eðlis hún er. Rykslæður sem þessar eru algengar í þyrilvetrarbrautum en hvíta sporöskjulaga svæðið í miðjunni er dæmigert fyrir sporvöluvetrarbrautir.

Svo hvort er NGC 6861 þyril- eða sporvöluvetrarbraut? Hvorugt! NGC 6861 er linsulaga vetrarbraut sem hefur bæði einkenni þyrilvetrarbrauta og sporvöluvetrarbrauta. Sambandið milli þessara þriggja gerða vetrarbrauta er mönnum enn á huldu.

Mynd: ESA/Hubble & NASA. Þakkir: J. Barrington.

Ummæli