Ryk í NGC 4217

19. janúar 2015

  • Þyrilvetrarbrautin NGC 4217 í stjörnumerkinu Veiðihundunum
    Þyrilvetrarbrautin NGC 4217 í stjörnumerkinu Veiðihundunum

Hér sést NGC 4217, þyrilvetrarbraut í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Veiðihundunum, á mynd sem Hubble geimsjónauka NASA og ESA. Vetrarbrautin er á rönd svo við sjáum ekki þyrilarmana en hún hentar þar af leiðandi vel til að rannsaka rykið í henni.

Á myndinni sést að sumar rykslæðurnar ná allt að 7000 ljósár upp frá miðfleti vetrarbrautarinnar. Alla jafna eru slíkar slæður um 1000 ljósár á lengd og um 400 ljósár á breidd.

Sum rykskýin eru óreguleg á meðan önnur eins og rísa eins og stólpar hátt upp í skífuna. Uppbyggingin bendir til þess að gasið og rykið sé á fleygiferð burt frá miðfletinum fyrir tilverknað öflugra stjörnuvinda frá sprengistjörnum.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: R. Schoofs

Ummæli