Dögun nálgast Ceres

2. febrúar 2015

  • Dögun nálgast Ceres
    Dögun nálgast Ceres

Hér sést dvergreikistjarnan Ceres, stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters, á mynd sem Dawn geimfar NASA tók úr 237.000 km fjarlægð frá henni hinn 25. janúar síðatliðinn. Innan tíðar verður Dawn fyrsta geimfarið til að heimsækja dvergreikistjörnu í sólkerfinu.

Þótt myndin sé eflaust ekkert augnakonfekt í huga flestra, er hún mun skýrari en besta myndin sem Hubblessjónaukinn náði af Ceresi árin 2003 og 2004. Farið er að örla á gígum og öðrum landslagsfyrirbærum, svo sem ljósum bletti sem ekki er vitað hvað er.

Dawn fer á braut um Ceres hinn 6. mars næstkomandi.

Mynd: NASA/JPL

Ummæli