Karl og tunglstafir

16. febrúar

  • Karl og tunglstafir. Mynd: Stephane Vetter
    Karl og tunglstafir. Mynd: Stephane Vetter

Tunglið lýsir upp skúraskýin og himinhvolfið á þessari glæsilegu mynd sem franski ljósmyndarinn Stephane Vetter tók frá Reykjanestá snemma í febrúar 2015. Skammt undan ströndinni rís drangurinn Karl 52 metra upp úr briminu.

Á himninum er margt að sjá. Rétt fyrir ofan skýin vinstra megin glittir í gulleitan Júpíter. Innan í græna norðurljósabjarmanum og tunglstöfunum er stjörnuþyrpingin Sjöstirnið í Nautinu áberandi.

Ofarlega við hægri enda myndarinnar sést síðan daufur þokublettur sem er aðeins tímabundinn gestur á himinum, halastjarnan Lovejoy.

Mynd: © Stephane Vetter

Ummæli