Beta í Málaranum

23. febrúar

  • Gas- og rykskífa um Beta Pictoris
    Gas- og rykskífa um Beta Pictoris

Í um 63 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Málaranum er nýtt sólkerfi að verða til umhverfis stjörnuna Beta Pictoris. Nálægðarinnar vegna er rykskífan vinsælt viðfangsefni stjörnufræðinga sem hafa rannsakað hana ítarlega á undanförnum árum. Einhvern veginn svona hefur sólkerfið okkar litið út fyrir 4,5 milljörðum ára.

Árið 2009 fannst til að mynda risareikistjarna í skífunni sem hringsólar um stjörnuna á 18-22 árum. Mælingar sem síðar voru gerðar með Very Large Telescope (VLT) ESO sýndu sð hún snerist um sjálfa sig á aðeins 8 klukkustundum. Árið 2014 fundu stjörnufræðingar svo merki um árekstra milli halastjarna í skífunni.

Myndin sem hér sést er sú besta sem tekin hefur verið af gas- og rykskífunni í kringum hina 20 milljóna ára gömlu stjörnu. Á henni sést skífan teygja sig rúmlega milljarð kílómetra út í geiminn frá stjörnunni í miðjunni.

Mynd: NASA, ESA og D. Apai og G. Schneider (University of Arizona)

Ummæli