Sólmyrkvi yfir Breiðamerkursandi

30. mars 2015

  • Sólmyrkvinn 20. mars 2015 yfir Breiðamerkursandi. Mynd: Stephane Vetter
    Sólmyrkvinn 20. mars 2015 yfir Breiðamerkursandi. Mynd: Stephane Vetter

Föstudagsmorguninn 20. mars varð mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61. Veðrið var hagstætt um mestallt land og sáu tug þúsundir Íslendinga sólmyrkva í fyrsta sinn, þar á meðal næstum öll skólabörn á Íslandi.

Franski ljósmyndarinn Stephane Vetter var staddur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi þennan fallega föstudagsmorgun og tók þá þessa myndaröð af myrkvanum frá upphafi til enda.

Frá Jökulsárlóni varð myrkvinn 99,45% svo verulega rökkvaði. Annar ljósmyndari staddur á sama stað náði jafnvel myndum af sólstrókum og kórónu sólar þegar myrkvinn var í hámarki.

Mynd: © Stephane Vetter

Ummæli