Glitrandi stjörnur í Fimmburaþyrpingunni

13. júlí

  • Fimmburaþyrpingin
    Fimmburaþyrpingin

Á þessari innrauðu ljósmynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést Fimmburaþyrpingin. Þyrpingin dregur nafn sitt af fimm skærustu stjörnunum í henni en eins og sjá má inniheldur hún aragrúa stjarna.

Fimmburaþyrpingin er í aðeins um 100 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar. Fyrir vikið er stór hluti hennar hulinn ógegnsæju ryki. Þyrpingin fannst því ekki fyrr en árið 1990.

Í Fimmburaþyrpingunni eru tvær mjög sjaldgæfar bjartar bláar breytistjörnur: Byssustjarnan fræga og V4650 Sgr. Byssustjarnan er ein bjartasta stjarna sem vitað er um í Vetrarbrautinni. Hún dregur nafn sitt af Byssuþokunni sem hún lýsir upp en þokan sést ekki á myndinni. Talið er víst að Byssustjarnan endi ævina sem sprengistjarna eftir 1-3 milljónir ára.

Í þyrpingunni er sömuleiðis fjöldi rauðra reginrisa sem eru meðal stærstu stjarna í Vetrarbrautinni. Þær benda til þess að þyrpingin sé aðeins um fjögurra milljóna ára gömul. Rauðu reginrisarnir gætu sprungið þá og þegar.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli