Bláa plánetan

20. júlí

  • J0rðin úr 1,6 milljón km fjarlægð
    J0rðin úr 1,6 milljón km fjarlægð

Engir menn hafa séð heimaplánetuna okkar eins og hér sést síðan í desember 1972 þegar tunglfarar í leiðangri Apollo 17 sneru heim.

Myndin var tekin 6. júlí síðastliðinn úr 1,6 milljón km fjarlægð með EPIC (Earth Polychromatic Imaging Camera) myndavélinni í Deep Space Climate Observatory (DSCOVR) gervitunglnu. Á henni sjást Norður- og mið-Ameríka. Blágrænu svæðin eru grunnsævi í kringum eyjar í Karíbahafinu.

DSCOVR gervitugnlið er í Lagrange punkti 1 milli Jarðar og sólar. Gervitunglið sér því fullupplýsta Jörð á öllum stundum. Gervitunglinu var skotið á loft í febrúar 2015 og er nýtekið til starfa. Meginmarkmið þess er að rannsaka geimveðrið, þ.e.a.s. sólvindinn, þar á meðal hraða og segulsvið vindsins 

Mynd: NASA/GSFC

Ummæli