Litli gimsteinninn

3. ágúst

  • Hringþokan 6818 í stjörnumerkinu Bogmanninum
    Hringþokan 6818 í stjörnumerkinu Bogmanninum

Þessi litríka gasbóla er hringþoka sem kallast NGC 6818, einnig þekkt sem Litli gimsteinninn (Little Gem Nebula). Hana er að finna í um 6000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Bogmanninum. Skýið er ríflega hálft ljósár á breidd — risavaxið í samanburði við stjörnuna í miðjunni — en samt lítill gimsteinn á stjarnfræðilegan mælikvarða.

Þegar stjörnur eins og sólin okkar deyja, varpa þær frá sér ytri efnislögum sínum út í geiminn svo úr verða glóandi gasský sem kallast hringþokur. Massavörpunin er ójöfn, svo lögun hringþoka er oft flókin. Í NGC 6818 eru hnúðar og lagskipting efnis, til að mynda sést að björt innri þoka er umlukin stærra og daufara skýi.

Stjörnufræðingar telja að stjörnuvindar frá stjörnunni í miðjunni stýri útstreymi efnisins og móti formið á NGC 6818. Þegar þessi hraðskreiði vindur ber á hægfara gasi í skýinu verða til sérstaklega björt svæði í yri lögum þokunnar.

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Ummæli