Stjarnan Hen 2-427

17. ágúst

  • Wolf-Rayet stjarnan Hen 2-427
    Wolf-Rayet stjarnan Hen 2-427

Þetta glæsilega fyrirbæri er stjarna sem kallast Hen 2-427 umlukin þokunni M1-67. Fyrirbærið er í um 15.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Bogmanninum. Saman kallast stjarnan og þokan WR 125.

Hen 2-427 er sérstök tegund af ofurheitri risastjörnu sem nefnast Wolf-Rayet stjörnur. Hún varpar frá sér miklu efni af miklu offorsi gasið í þokunni þýtur út í geiminn á um 150.000 km hraða á klukkustund. Talið er að þokan sé innan við 10.000 ára gömul.

Myndin var tekin með Hubble geimsjónauka NASA og ESA.

Mynd: ESA/Hubble & NASA. Þakkir: Judy Schmidt.

Ummæli