Satúrnusartunglið Díóna

24. ágúst

  • Díóna, fylgitungl Satúrnusar.
    Díóna, fylgitungl Satúrnusar. Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Hér sést Díóna, eitt af 62 fylgitunglum Satúrnusar. Myndin var tekin með Cassini geimfarinu rétt áður en farið flaug framhjá tunglinu í síðasta sinn hinn 17. ágúst síðastliðinn. Á bakgrunni sést lofthjúpur Satúrnusar og dökka röndin er skugginn af hringum hans.

Neðarlega hægra megin sést fjölhringjadæld, 350 km breiður árekstragígur, sem kallast Evander. Ofarlega vinstra megin sést svo ljósleita sprungukerfið Padua Chasma.

Myndin er samsett en hún var tekin úr um það bil 170.000 til 63.000 km fjarlægð frá Díónu.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli