Sólblómið

7. september

  • Sólblómið, Messier 63, í stjörnumerkinu Veiðihundunum
    Sólblómið, Messier 63, í stjörnumerkinu Veiðihundunum

Á þessari mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sjást þyrilarmar í vetrarbrautinni Messier 63. Vetrarbrautin er kölluð Sólblómið og er auðvelt að sjá hvers vegna. Armarnir eru bjartir og útataðir í björtum stjörnuþyrpingum sem innihalda ungar, heitar, bláar stjörnur. Í miðjunni eru eldri og rauðleitari stjörnur.

Sólblómið er í um 27 milljóna ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Veiðihundunum. Hún fannst árið 1779 og rataði í skrá Charles Messiers tveimur árum síðar.

Ummæli