Samruni vetrarbrauta

14. september

  • NGC 3921 í stjörnumerkinu Stórabirni
    NGC 3921 í stjörnumerkinu Stórabirni

Samruni vetrarbrauta leikur stórt hlutverk í þróun vetrarbrauta og þó einkum í myndun sporvöluþoka. Hér sést einn slíkur vetrarbrautasamruni sem kallast NGC 3921.

NGC 3921 er að finna í stjörnumerkinu Stórabirni. Rannsóknir sýna að samruninn hófst fyrir um 700 milljón árum og voru báðar vetrarbrautir álíka stórar. Á myndinni sjást vel helstu einkenni vetrarbrautasamrun, til dæmis halar úr stjörnum sem myndast af völdum flóðkrafta.

Við samrunan hófst hrina stjörnumyndunar. Rannsóknir með Hubble geimsjónaukanum hafa leitt í ljós meira en 1000 ungar og bjartar stjörnuþyrpingar í vetrarbrautunum.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli