Norræni sjónaukinn og Vetrarbrautin

12. október

  • Norræni sjónaukinn og Vetrarbrautin
    Norræni sjónaukinn og Vetrarbrautin. Mynd: Sævar Helgi Bragason

Frá árinu 1997 hafa Íslendingar átt hlut í Norræna stjörnusjónaukanum sem er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli á Kanaríeyjunni La Palma. Sjónaukinn er álíka stór og Hubble geimsjónaukinn eða með 2,56 metra breiðan safnspegil. Sjónaukinn hefur nýst íslenskum stjarnvísindamönnum vel, meðal annars í rannsóknum þeirra á gammablossum, orkuríkustu spreningunum í alheiminum.

Á myndinni sést sjónaukinn og Vetrarbrautin okkar í bakgrunni. Myndin var tekin 5. október 2015. Horft er í átt að miðju Vetrarbrautarinnar. 

Mynd: Sævar Helgi Bragason

Ummæli