Hrinuvetrarbrautin M94

19. október

  • Hrinuvetrarbrautin Messier 94
    Hrinuvetrarbrautin Messier 94. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Hér sést vetrarbrautin Messier 94 sem er í um 16 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Veiðihundunum.

Eins og sjá má er miðjan umkringd hring úr ungum og björtum stjörnum. Ástæðan fyrir tilvist hans er sennilega þrýstingsbylgja sem gengur út frá kjarnanum sem þjappar saman gasi og ryki í ytri svæðunum. Við samþjöppunina byrjar gasið og rykið að falla saman í þéttari ský. Þyngdarkrafturinn þjappar efninu saman enn frekar uns hitastigið og þrýstingurinn er orðinn nógu hár til þess að stjörnur fæðist.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli