Fullkomin þyrilvetrarbraut

21. febrúar 2011

  • NGC 6384, þyrilvetrarbraut, Naðurvaldi
    Þyrilvetrarbrautin NGC 6384 í Naðurvalda. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Hubblessjónauki NASA og ESA náði þessari fallegu mynd af þyrilvetrarbrautinni NGC 6384. Hana er að finna í stjörnumerkinu Naðurvalda, mjög nærri miðju okkar Vetrarbrautar á himinhvolfinu. Staðsetning NGC 6384 veldur því að margar stjörnur úr okkar eigin vetrarbraut koma fram í forgrunni þessarar myndar.

Árið 1971 skar ein stjarnan í NGC 6384 sig úr hópnum þegar hún varð skyndilega að sprengistjörnu. Um var að ræða sprengistjörnu af gerð Ia. Slíkar sprengistjörnur verða þegar massi hvíts dvergs, þ.e. stjörnu sem framleiðir ekki lengur orku með kjarnsamruna, fer yfir tiltekinn mörk þegar hann sankar að sér efni frá fylgistjörnu. Óðakjarnasamruni gerir stjörnuna bjartari en heila vetrarbraut á örskotsstundu.

Þótt margar stjörnur hafi dáið í NGC 6384 verða stjörnur stöðugt til á nýjan leik í henni, t.d. nærri kjarna hennar. Stjarneðlisfræðingar telja að bjálkamyndunin í kjarnanum beri gas inn að miðjunni þar sem það þéttist og myndar nýjar stjörnur.

Þessari mynd var skeytt saman úr myndum frá Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónaukanum. Myndir sem teknar voru í gegnum bláa síu var blandað saman við myndir teknar í gegnum nær-innrauða síu. Heildarlýsingartími var um 1050 sekúndur í gegnum hvora síu. Myndin nær yfir 3 x 1,5 bogamínútna svæði af himinhvelfingunni.

Mynd vikunnar kemur frá ESA/Hubble.

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 6384

  • Tegund: Þyrilþoka

  • Fjarlægð: 80 milljón ljósár

Myndir

Ummæli