Hubble fylgist með endalokum stjörnu

6. júní 2011

  • IRAS 13208-6020, Hringþoka, Frumhringþoka
    IRAS 13208-6020 er hringþoka í stjörnumerkinu Mannfáknum.

Þessi tvö ský sem sjá má á þessari mynd Hubblessjónauka NASA og ESA er eitt og sama fyrirbærið, IRAS 13208-6020. Þau eru mynduð úr efni sem stjarna í miðjunni þeytir frá sér. Um er að ræða tiltölulega stutt skeið í ævi stjörnunnar sem gefur stjarneðlisfræðingum því gott tækifæri til að rannsaka fyrstu ferlin í myndun hringþokur (e. planetary nebula). Hringþokur draga nafn sitt af því að þeim svipaði oft til reikistjaranna þegar þær sáust í gegnum sjónauka fyrr á tímum og menn vissu ekki hvað þær í raun og veru voru.

Tvípólslögun fyrirbærisins sést greinilega. Það stafar af því að efnið þeytist út frá pólsvæðum stjörnunnar en í miðjunni er rykhringur sem umlykur stjörnuna.

Frumhringþokur lýsa ekki upp á eigin spýtur heldur endurvarpa þær ljósi frá stjörnunni í miðjunni. Stjarnan á eftir að þróast og hitna og verður að lokum nógu heit til að gefa frá sér útfjólubláa geislun sem jónar gasið svo þokan byrjar að skína. Áður en gasið ljómast munu öflugir sólvindar frá stjörnunni móta gasið með ýmsum hætti og ekki er hægt fyrr en seinna þegar hringþokan byrjar að skína.

Þessi mynd var sett saman úr myndum sem teknar voru með Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónaukanum. Myndir teknar í gegnum appelsínugula síu voru litaðar bláar og myndir teknar í gegnum nær-innrauða síu voru litaðar rauðar. Heildarlýsingartími nam rúmri 21 mínútu og sjónsviðið þekur aðeins 22 x 17 bogasekúndur af himinhvelfingunni.

Mynd vikunnar kemur frá ESA/Hubble og NASA.

Um fyrirbærið

  • Nafn: IRAS 13208-6020

  • Tegund: Hringþoka

  • Stjörnumerki: Mannfákurinn

Myndir

Tengt efni

Ummæli