Vetrarbraut á rönd hýsir sprengistjörnu

18. júlí 2011

  • IC 755, SN1999an
    IC 755 er þyrilvetrarbraut séð á rönd. Árið 1999 hýsti hún sprengistjörnuna SN 1999an

Hubblessjónauki NASA og ESA tók þessa mynd af þyrilvetrarbrautinni IC 755 en við sjáum hana á rönd.

Árið 1999 sást stjarna í IC 755 springa og hlaut hún nafnið SN 1999an. Hópur stjarneðlisfræðinga við stjörnustöðina í Peking uppgötvaði sprengistjörnuna en þremur árum síðar var Hubblessjónaukanum notaður til að rannsaka sprengistjörnuna. Halli vetrarbrautarinnar gerði sprengistjörnuna að erfiðu viðfangsefni því heilmikið efni byrgir okkur sýn. Engu að síður náðust mikilvægar upplýsingar sem gáfu til kynna að stjarnan sem sprakk hafi verið 20 sinnum massameiri en sólina okkar og um 14 milljón ára gömul.

SN 1999an var sprengistjarna af gerð II en slíkar sprengistjörnur marka endalok mjög massamikilla stjarna. Þær leika líka mikilvægt hlutverk í þróun vetrarbrauta. Við sprenginguna myndast mörg þung frumefni sem dreifist víða um vetrarbrautirnar. Höggbylgjur hjálpa einnig til við að blanda efninu innan hýsilvetrarbrautarinnar og geta jafnvel orðið orðið kveikjan að nýmyndun stjarna. Í vetrarbraut eins og IC 755 eru milljarðar stjarna og margar sem munu enda sem sprengistjörnur og nota síðustu andartökin til að glæða alheiminn nýju lífi.

Þessi mynd var búin til úr myndum sem teknar voru með Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónanukanum. Myndir teknar í gegnum bláa síu voru litaðar bláar, myndir teknar í gegnum gul-græna síu voru litaðar grænar en myndir teknar í gegnum nær-innrauða síu voru litaðar rauðar. Heildarlýsingartími nam 430 sekúndum í gegnum hverja síu. Sjónsviðið spannar 3,3 x 1,5 bogamínútur af himinhvelfingunni.

Um fyrirbærið

  • Nafn:IC 755

  • Tegund: Þyrilvetrarbraut

  • Fjarlægð: 70 milljónir ljósára

Myndir

Tengt efni

Ummæli