Afskekktur útvörður Vetrarbrautarinnar

  • NGC 7006, kúluþyrping

Þessi mynd Hubblessjónauka NASA og ESA sýnir litla og fjarlæga kúluþyrpingu sem finna má í einu minnsta stjörnumerki næturhiminsins, Höfrungnum. Sökum smæðar, mikillar fjarlægðar og tiltölulega lágrar yfirborðsbirtu fer NGC 7006 oft framhjá stjörnuáhugamönnum. En jafnvel fjarlægustu kúluþyrpingar, eins og þessi, koma skýrt fram á ljósmyndum Hubblessjónaukans.

NGC 7006 er í útjarði vetrarbrautarinnar. Hún er í um 135.000 ljósára fjarlægð eða sem nemur fimmfaldri vegalengd sólar frá miðju vetrarbrautarinnar og tilheyrir hún því vetrarbrautarhjúpnum. Hjúpurinn er kúlulaga svæði í kringum vetrarbrautinni sem samanstendur af hulduefni, gasi og kúluþyrpingum á víð og dreif.

Líkt og aðrar fjarlægar kúluþyrpingar veitir NGC 7006 stjörnufræðingum mikilvægar vísbendingar sem hjálpa okkur að skilja hvernig stjörnur mynduðust og söfnuðust saman í hjúpnum. Kúluþyrpingin sem hér sést er á mjög sporöskjulaga sporbraut sem bendir til þess að hún hafi myndast sjálfstætt í lítilli vetrarbraut og vetrarbrautin okkar hefur fangað.

Þótt NGC 7006 sé órafjarri af kúluþyrpingu í vetrarbrautinni okkar að vera er hún mun nær okkur en hinar fjarlægu vetrarbrautir sem sjá má í bakgrunni myndarinnar. Hver og einn þessara daufu ljósbletta býr líklega yfir mörgum kúluþyrpingum líkt og NGC 7006 sem eru of daufar til að sjást á þessari mynd, jafnvel fyrir Hubblessjónaukann.

Þessi mynd var tekin með Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónaukanum og samanstendur af myndum teknar í sýnilegu og nær-innrauðu ljósi. Sjónsviðið þekur rúmlega 3x3 bogamínútur af himinhvolfinu.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 7006

  • Tegund: Kúluþyrping

  • Fjarlægð: 140.000 ljósár

  • Stjörnumerki: Höfrungurinn

Myndir

Tengt efni

Ummæli