Að skera sig úr fjöldanum

12. desember 2011

  • NGC 6642, Kúluþyrping, Bogmaðurinn
    NGC 6642 er kúluþyrping í stjörnumerkinu Bogmanninum. Hún liggur í um 20.000 ljósára fjarlægð.

Þéttleiki kúluþyrpinga getur oft verið sem tvíeggja sverð. Á einn bóginn gefur slíkt safn gamalla stjarna stjarneðlisfræðingum innsýn í efnaamsetningu Vetrarbrautarinnar á fyrri hluta ævi hennar. En á sama tíma getur þessi mikli fjöldi stjarna orðið til þess að erfitt er að greina sundur stakar stjörnur.

Kjarni NGC 6642, sem sést hér á mynd Hubble geimsjónaukans, er sérstaklega þéttur sem gerir þessa kúluþyrpingu sérlega erfiða viðfangs. Hún er auk þess staðsett mjög nálægt miðju Vetrarbrautarinnar sem þýðir að á ljósmyndinni eru fjölmargar stjörnur sem tilheyra ekki þyrpingunni, heldur eru milli okkar og hennar.

Með hjálp Advanced Camera for Surveys (ACS) myndavél Hubblessjónaukans geta stjarneðlisfræðingar hins vegar komið auga á þessar stjörnur, fjarlægt þær af myndinni og greint þéttan kjarna þyrpingarinnar í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Með ACS hafa stjörnufræðingar uppgötvarð margt áhugavert um NGC 6642. Til dæmis hafa fundist margir bláir flækingar (stjörnur sem viðrast hafa dregist aftur úr þegar þyrpingin eltist) en auk þess virðist hún ekki innihalda margar lágmassastjörnur.

Þessi mynd var búin til úr myndum sem teknar voru í innrauðu og sýnilegu ljósi með Advanced Camera for Surveys. Sjónsviðið spannar um það bil 1,6 x 1,6 bogamínútur.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 6642

  • Tegund: Kúluþyrping

  • Fjarlægð: 20.000 ljósár

  • Stjörnumerki: Bogmaðurinn

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli