Ungar stjörnur í gamalli þyrpingu

30. janúar 2012

  • NGC 6752, Kúluþyrping, Stjörnuþyrping, bláir flækingar, blue stragglers, páfuglinn
    NGC 6752 er kúluþyrping sem liggur í 13.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Páfuglinum.

Þessi mynd minnir kannski á glitrandi gimsteina í skartgripaskríni en fyrirbærið sem hér sést er mun áhugaverðara. Þetta er kúluþyrpingin NGC 6752 sem er meira en 10 milljarða ára gömul og því eitt elsta samansafn stjarna sem vitað er um. Hún hefur skinið skært rúmlega tvisvar sinnum lengur en sólkerfið okkar hefur verið til.

NGC 6752 inniheldur fjöldan stjarna sem kallaðar eru „bláir flækingar“ og má sjá nokkra á myndinni fyrir ofan. Þessar stjörnur hafa einkenna miklu yngri stjarna en nágrannar þeirra, þrátt fyrir að líkön sýni að flestar stjörnur í kúluþyrpingum ættu að hafa myndast á nokkrun veginn sama tíma. Uppruni þeirra er því nokkuð óljós.

Rannsóknir á NGC 6752 gætu varpað ljósi á uppruna þeirra. Svo virðist sem ansi hátt hlutfall stjarna — um 38% — í kjarna þyrpingarinnar séu tvístirni. Árekstrar stjarnan á þessu ókyrra svæði gætu hafa leitt til myndunar blárra flækinga sem eru þar svo margir.

Þótt NGC sé langt handan seilingar í 13.000 ljósára fjarlægð hjálpar Hubblessjónaukinn okkur að komast örlítið nær henni.

Mynd: ESA/Hubble og NASA.

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 6752
  • Tegund: Kúluþyrping
  • Fjarlægð: 13.000 ljósár
  • Stjörnumerki: Páfuglinn

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli