Myndbreyttar vetrarbrautir

6. febrúar 2012

  • Mrk 779, Markarian, Markarianskráin, Virkar vetrarbrautir
    Markarian 779 er vetrarbraut sem hefur verið afmynduð vegna árekstrar við aðra vetrarbraut.

Margar vetrarbrautir í alheiminum líkjast okkar eigin og hafa fallega þyrilarma sem hverfast um bjartan kjarna. Á myndinni hér að ofan, sem tekin var með Wide Field Camera 3 á Hubblessjónauka NASA og ESA, eru hallandi vetrarbrautin neðst á myndinni, fyrir aftan stjörnu í vetrarbrautinni okkar, og litla þyrilþokan efst á myndinni, dæmi um slíkar.

Aðrar vetrarbrautir eru mun sérkennilegri. Á miðri mynd er vetrarbrautin Markarian 779. Hún sýnist afmynduð, líklega vegna samruna tveggja þyrilvetrarbrauta. Við samrunann hafa þyrilarmarnir eyðilagst og gas og ryk farið á víð og dreif sem breytti tveimur vetrarbrautum í eina með þessa óvenjulegu lögun.

Þessa vetrarbraut er að finna í skrá Markarians, safni rúmlega 1.500 vetrarbrauta sem bandaríski stjörnufræðingurinn Benjamin Markarian tók saman á sjöunda áratugi síðustu aldar. Markarian rannsakaði himininn í leit að björtum fyrirbærum með óvenju mikla útgeislun á útfjólubláa sviði rafsegulrófsins.

Útfjólublá geislun getur átt harla ólíkann uppruna svo Markarian skráin er æði fjölbreytt. Uppsprettan getur verið kjarni „virkrar“ vetrarbrautar sem knúinn er áfram af risasvartholi í miðjunni. Hún getur líka stafað af mikilli stjörnumyndunarhrinu sem er hugsanlega afleiðing árekstra vetrarbrauta í alheiminum. Markarian vetrarbrautir eru þess vegna oft tilvaldar í rannsóknir á virkum vetrarbrautum, hrinum stjörnumyndunar eða gagnverkun vetrarbrauta og samruna þeirra.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: Mrk 776
  • Tegund: Vetrarbraut
  • Fjarlægð: 160.000 Megaparsek

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli