Vetrarbrautir í Höfrungnum

5. mars 2012

  • NGC 1483, Höfrungurinn, Dorado, Bjálkaþyrilvetrarbraut
    NGC 1483 er bjálkaþyrilvetrarbraut í stjörnumerkinu Höfrungnum. Hún er hluti af Höfrungsþyrpingunni sem liggur í um 62 milljóna ljósára fjarlægð.

Hubblessjónauki NASA og ESA tók þessa fallegu mynd af vetrarbrautinni NGC 1483. NGC 1483 er bjálkaþyrilvetrarbraut í stjörnumerkinu Höfrungnum. Þessi þokukennda vetrarbraut hefur bjartan kjarna í miðjunni og dreifða þyrilarma með greinilegum stjörnumyndunarsvæðum. Í bakgrunni sést fjöldinn allur af öðrum fjarlægari vetrarbrautum.

Í stjörnumerkinu Höfrungnum er hópur um það bil 70 vetrarbrauta í um 62 milljóna ljósára fjarlægð sem kenndur er við merkið. Höfrungshópurinn er mun stærri en Grenndarhópurinn sem vetrarbrautin okkar er hluti af og er raunar á stærð við vetrarbrautaþyrpingu. Vetrarbrautarþyrpingar eru stærstu einingarnar sem þyngdakrafturinn heldur saman í alheiminum.

Bjálkavetrarbrautir eru nefndar svo vegna áberandi bjálka í miðju þeirra. Þær telja um tvo þriðju hluta allra þyrilvetrarbrauta, þ.á.m. vetrarbrautina okkar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að bjálkar séu algengt skeið í þróun þyrilvetrarbrauta og gæti bent til þess að vetrarbraut sé fullmynduð.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 1483
  • Tegund: Vetrarbraut
  • Fjarlægð: 40 milljónir ljósára

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli