Auga stormsins

30. apríl 2012

  • Abell 1185, Vetrarbrautarþyrping, Árekstur vetrarbrauta
    Myndin sýnir miðju vetrarbrautarþyrpingunnar Abell 1185. Þyrpingin liggur í um 400 milljóna ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Stórabirni. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Við fyrstu sýn gæti þessi mynd Hubblessjónauka NASA og ESA virst vera af rólegu svæði á himninum. En um leið og þysjað er inn að miðju vetrarbrautarþyrpingarinnar — einnar stærstu byggingaeiningu alheimsins — er sem maður horfi í auga stormsins.

Vetrarbrautaþyrpingar eru stórir hópar sem innihalda nokkra tugi til hundruð vetrarbrauta sem þyngdarkrafturinn bindur saman. Vetrarbrautirnar ferðast stundum of nálægt hver annarri svo sterkur þyngdarkrafturinn afmyndar þær eða hrifsar jafnvel efni úr þeim efni er þær rekast hver á aðra.

Þessi tiltekna þyrping, sem nefnd er Abell n1185, er ansi óreiðukennd. Í henni svífa vetrarbrautir af ýmsum stærðum og gerðum hættulega nálægt hver annari. Sumar hafa þegar tæst í sundur í hringiðunni og efnið þeyst út í tómið. Þessi vetrarbrautahópur myndar form sem minnir um margt á hljóðfæri og er nefndur Gítarinn og er aðeins fyrir utan sjónsvið myndarinnar.

Abell 1185 er í um 400 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu og um ein milljón ljósár í þvermál. Nokkrar sporvöluvetrarbrautir í þyrpingunni eru sjáanlegar í hornum myndarinnar en flestar sporvölulaga vetrarbrautirnar sem sjást á myndinni eru enn fjarlægari vetrarbrautir í bakgrunni, á mun rólegra svæði í geimnum.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Um fyrirbærið

  • Nafn: Abell 1185
  • Tegund: Vetrarbrautarþyrping
  • Stjörnumerki: Stóribjörn
  • Fjarlægð: 400 milljónir ljósára

Myndir

Tengt efni

Ummæli