Vetrarbraut þéttsetin af gasþokum

23. júlí 2012

  • NGC 4700, Meyjan, Þyrilvetrarbraut, Bjálkaþyrilvetrarbraut
    NGC 4700 er bjálkaþyrilvetrarbraut í um 50 milljóna ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Meyjunni. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Vetrarbrautin NGC 4700 ber þess merki, að þar sé töluverð stjörnumyndun eins og sést á þessari mynd frá Hubblessjónauka NASA og ESA.

Bleiku skýin í NGC 4700 eru kölluð röfuð vetnisský (H II svæði) þar sem orkurík útfjólublá geislun frá heitum og ungum stjörnum ljómar nærliggjandi vetnisgas. Röfuð vetnisský og önnur stór sameindaský þar sem nýjar stjörnur myndast eru oft samhliða og þá verða þessi staðbundnu jónuðu gassvæði til.

Árið 1610 leit franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Claude Fabri de Peiresc í gegnum sjónauka og fann það sem síðar reyndist  fyrsta skrásetta rafaða vetnisskýið: Sverðþokan í Óríon, M42, sem er tiltölulega nálægt sólkerfinu okkar. Stjarneðlisfræðingar rannsaka þessi svæði í allri vetrarbrautinni okkar og þau svæði sem sjást auðveldlega í öðrum vetrarbrautum til þess að greina efnasamsetningu þeirra og áhrif á myndun stjarna.

Breski stjörnufræðingurinn William Herschel fann NGC 4700 í marsmánuði árið 1786 og lýsti henni sem „mjög daufri þoku“. NGC 4700 er að finna í stjörnumerkinu Meyjunni eins og margar aðrar vetrarbrautir og flokkast sem bjálkaþyrilvetrarbraut líkt og vetrarbrautin okkar. Hún er í um 50 milljóna ljósára fjarlægð og fjarlægist okkur á um 1400 km/s vegna útþenslu alheimsins.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 4700

  • Tegund: Þyrilvetrarbraut

  • Stjörnumerki: Meyjan

  • Fjarlægð: 50 milljónir ljósára

Þysjanleg mynd

Myndir

Tengt efni

Ummæli