Tíu milljarða ára stjörnudans

29. júlí 2012

  • Messier 67, M67, Kúluþyrping, Vatnaskrímslið
    Messier 67 er kúluþyrping í um 35.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Vatnaskrímslinu. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Hubblessjónauki NASA og ESA tók þessa einstöku mynd af hinum þéttsetna stjörnuklasa Messier 68 sem er kúlulaga, stjörnufyllt svæði í alheiminum og kallast kúluþyrping. Sameiginlegt þyngdartog mörg hundruð þúsund eða milljóna stjarna heldur þeim saman og gerir kúluþyrpingunum kleift að haldast kúlulaga í marga milljarða ára.

Stjarneðlisfræðingar geta mælt aldur kúluþyrpinga með því að skoða ljósið sem meðlimir þeirra gefa frá sér. Frumefnin í þeim skilja eftir fingraför í þessu ljósi sem gefa til kynna, að stjörnur kúluþyrpinga innihalda oftast mun minna af frumefnum eins og kolefni, súrefni og járni en stjörnur eins og sólin. Röð kynslóða stjarna mynda þessi þungu frumefni með kjarnasamruna svo þær stjörnur sem geyma mun færri þung frumefni tilheyra eldra skeiði í alheiminum. Stjörnur í kúluþyrpingum eru því meðal elstu fyrirbæra sem vitað er um, allt að 10 milljarða ára gamlar.

Meira en 150 kúluþyrpinga sverma um vetrarbrautina okkar. Miðað við mörg önnur fyrirbæri í alheiminum eru þær alls ekki svo stórar. Í tilfelli Messier 68 fylla stjörnur hennar rúmmál sem er aðeins rúmlega 100 ljósára þvermál. Armar vetrarbrautarinnar teygja sig hins vegar yfir 100.000 ljósár eða meira.

Messier 68 er í um 33.000 ljósára fjarlægð frá jörðu í stjörnumerkinu Vatnaskrímslinu. Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier skrásetti hana sem 68. fyrirbærið í sinni frægu skrá yfir djúpfyrirbæri árið 1780.

Hubble bætti Messier 68 einnig við sinn lista yfir fyrirbæri sem hafa verið mynduð með Advanced Camera for Surveys. Myndin sameinar sýnilegt og innrautt ljós í sjónsviði sem spannar um það bil 3,4 bogamínútur.

Um fyrirbærið

  • Nafn: Messier 68

  • Tegund: Kúluþyrping

  • Stjörnumerki: Vatnaskrímslið

  • Fjarlægð: 33.000 ljósár

Þysjanleg mynd

Myndir

Tengt efni

Ummæli