Aqua (geimfar)

  • Aqua, gervitungl
    Aqua gervitunglið á braut um jörðina. Mynd: NASA
Helstu upplýsingar
Skotið á loft: 4. maí 2002
Eldflaug:
Delta II
Massi:
2.850 kg
Tegund:
Brautarfar
Hnöttur:
Jörðin
Geimferðastofnun: NASA
Heimasíða:
aqua.nasa.gov

Gervitunglið er nefnt eftir latneska orðinu yfir vatn. Því var skotið á loft frá Vandenberg herstöðinni þann 4. maí árið 2002 með Delta II eldflaug. Gervitunglið er um 2.850 kg að þyngd en 4,81 m x 16,7 x 8,04 m að stærð.

Mælitæki

Um borð eru sex mælitæki til rannsókna á vatni á yfirborði jarðar og í lofthjúpnum:

  • AMSR-E — Advance Microwave Scanning Radiometer-EOS — mælir eiginleika skýja og yfirborðshitastig sjávar, vindhraða við yfirborð jarðar, orkuútgeislun, yfirborðsvatn, ís og snjó.

  • MODIS — Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer — mælir einnig eiginleika skýja og orkuútgeislun, smáar agnir í lofthjúpnum, breytingar á landnotkun, skógarelda og eldfjöll. Samskonar mælitæki er einnig um borð í Terra.

  • AMSU-A — Advanced Microwave Sounding Unit — mælir hita- og rakastig í lofthjúpnum.

  • AIRS — Atmospheric Infrared Sounder — mælir hita- og rakastig í lofthjúpnum og yfirborðshita á landi og sjó.

  • HSB — Humidity Sounder for Brazil — mælir rakastig í lofthjúpnum.

  • CERES — Clouds and the Earth's Radiant Energy System -— mælir orkuútgeislun.

Heimildir