SEASAT

  • SEASAT
    SEASAT. Mynd: NASA/JPL

Geimfarið var hannað til að sýna fram á fýsileika gervitungla í að fylgjast með haffræðilegum fyrirbærum og hjálpa til við að ákvarða hvað þyrfti í gervitunglaklasa sem fylgdist með hafinu. Geimfarið átti að safna gögnum um vinda og hitastig við yfirborð sjávar, ölduhæð, vatn í lofthjúpnum og hafís.

SEASAT var stjórnað af Jet Propulsion Laboratory á vegum NASA. Því var skotið á loft þann 26. júní 1978 á nærri hringlaga braut í 800 km hæð.

SEASAT starfaði í 105 daga eða allt þar til skammhlaup í rafkerfi geimfarsins batt enda á leiðangurinn.

Heimildir og tenglar

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/SEASAT

  2. http://science.nasa.gov/missions/seasat-1/