Haddþyrpingin í návígi

13. janúar 2014

  • Hluti Haddþyrpingarinnar í návígi
    Hluti Haddþyrpingarinnar í návígi

Á þessari nýju mynd Hubble geimsjónaukans sést hluti af Haddþyrpingunni, risavaxinni vetrarbrautaþyrpingu í stjörnumerkinu Bereníkuhaddi. Þyrpingin er í um 350 milljóna ljósára fjarlægð frá Jörðinni og inniheldur yfir 1000 vetrarbrautir, mest sporvöluþokur.

Björtu skífurnar á myndinni eru vetrarbrautir, hver með marga milljarða stjarna. Þær nefnast IC 4041 (lengst til vinstri), IC 4042 (fyrir miðju) og GP 236 (til hægr). Í bakgrunni sjást ótal fjarlægari vetrarbrautir, sumar hverjar þyrillaga, sem tilheyra ekki þyrpingunni.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: Nick Rose

Ummæli