Skuggaskil

1. desember 2014

  • Skuggaskil á Jörðinni
    Skuggaskil á Jörðinni

Jörðin gefur ekki frá sér eigið ljós heldur endurvarpar sólarljósinu. Jörðin varpar því löngum skugga út í geiminn. Annað slagið lendir jarðskugginn á tunglinu og verður þá til tunglmyrkvi.

Hægt er að sjá skugga Jarðar við sólarupprás (í vestri) eða sólsetur (í austri). Skugginn birtist þá sem dökkblár baugur eða rönd við sjóndeildarhringinn, undir bleiku belti sem kallað er Venusarbeltið.

Þýski geimfarinn Alexander Gerst tók þessa fallegu mynd af mörkum dags og nætur — skuggaskilunum — á Jörðinni úr Alþjóðlegu geimstöðinni í byrjun nóvember 2014.

Mynd: NASA/ESA/Alexander Gerst

Ummæli