Hubble heimsækir gamlan vin

17. október 2011

  • SN 1987a, Sprengistjarna, Stóra Magellan skýið, LMC,
    SN 1987a er sprengistjörnuleif sprengistjörnu sem sást springa þann 23. febrúar 1987. Sprengingin átti sér stað í Stóra Magellan skýinu, í um 160.000 ljósára fjarlægð.

Sprengistjarnan SN 1987a, ein bjartasta sprengistjarna síðan sjónaukinn var fundinn upp fyrir meira en 400 árum, er Hubble geimsjónaukanum vel kunn. Sjónaukinn hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á fyrirbærinu síðan honum var skotið á loft árið 1990, þremur árum eftir að stjarnan sprakk þann 23. febrúar 1987. Þessi mynd Hubbles var sótt í gagnasafn sjónaukans og gæti verið besta mynd sem tekin hefur verið af þessari sprengistjörnu. Hún minnir okkur á þær fjölmörgu ráðgátur sem enn hylja hana.

Mest áberandi á þessari mynd eru tvær glóandi lykkju úr stjörnuefni og mjög bjartur hringur umhverfis deyjandi stjörnuna við miðja mynd. Þó Hubble hafi veitt okkur mikilvægar vísbendingar um eðli þessara myndana er uppruni þeirra að mestu enn óþekktur.

Önnur ráðgáta snýst um týndu nifteindastjörnuna. Þegar massamiklar stjörnur eins og SN 1987a deyja skilja þær eftir sig sprengistjörnuleif — nifteindastjörnu eða svarthol. Stjörnufræðingar eiga von á að finna nifteindastjörnu í leifum þessarar sprengistjörnu en hafa ekki enn náð að skyggnast inn í þéttan mökkinn til að staðfesta tilvist hennar.

Sprengistjarnan er tilheyrir Stóra Magellansskýinu, fylgivetrarbraut okkar vetrarbrautar, sem er í um 160.000 ljósára fjarlægð. Jafnvel þótt sprengingin hafi átt sér stað fyrir 166.000 árum barst ljósið frá henni ekki til okkar fyrr en fyrir um 25 árum.

Þessi mynd er byggð á athugunum sem gerðar voru með Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónaukanum. Sjónsviðið spannar um 25x25 bogasekúndur af himinhvolfinu.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: SN 1987a

  • Tegund: Sprengistjörnuleif

  • Fjarlægð: 160.000 ljósár

Myndir

Tengt efni

Ummæli