Hubble skoðar virka þyrilþoku

9. janúar 2012

  • NGC 3259, Þyrilvetrarbraut, Bjálkaþoka, Stóribjörn, Stjörnumyndunarsvæði
    NGC 3259 er bjálkaþyrilvetrarbraut í stjörnumerkinu Stórabirni. Hún liggur í um 110 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu.

Þessa fallegu mynd af vetrarbraut í stjörnumerkinu Stórabirni tók Hubblessjónauki NASA og ESA. Hér sést NGC 3259 sem er björt bjálkaþyrilvetrarbraut í um 110 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni.

NGC 3259 er fullmynduð og virk vetrarbraut. Í miðju hennar er risasvarthol með mikla matarlyst sem skýrir það mikla ljós sem berst frá kjarnanum. Þegar svartholið gleypir efni í grennd við sig myndast orkurík geislun sem nær yfir allt rafsegulrófið, líka sýnilegt ljós.

Á myndinni sjást fagrir þyrilarmar vetrarbrautarinnar. Í þeim eru dökkar slæður úr gasi og ryki, staðir þar sem stjörnur verða til. Þessar björtu, ungu og heitu stjörnur eru í þyrpingum í þyrilörmunum og gefa vetrarbrautinni bláleitan blæ.

Athygli vekur að vetrarbrautin hefur förunaut sem sést vinstra megin á myndinni. Hún er mun minni og að öllum líkindum á sporbraut umhverfis NGC 3259. Í bakgrunni sést fjöldinn allur af vetrarbrautum sem auðvelt er að koma auga á vegna spörskjulögun þeirra. Þær eru sýnilegar í innrauðu ljósi og hafa verið litaðar rauðar á þessari mynd.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 3259
  • Tegund: Þyrilvetrarbraut
  • Fjarlægð: 110 milljón ljósár
  • Stjörnumerki: Stóribjörn

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli