Gufuský úr stjörnum

25. júní 2012

  • DDO 28, UGC 5692, Dvergvetrarbraut, Stóribjörn
    DDO 82 er dvergvetrarbraut í stjörnumerkinu Stórabirni. Hún er talin hluti af M81 vetrarbrautarhópnum sem liggur í um 13 milljóna ljósára fjarlægð. Mynd: ESA/Hubble og NASA

Tiltölulega fáar vetrarbrautir hafa lýsandi þyrilarma eða bjartan kjarna eins og vetrarbrautin okkar. Í raun líta flestar vetrarbrautir alheimsins út fyrir að vera lítil og sviplaus ský úr gasi. Ein þeirra er DDO 82, sem sést má að ofan á mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA. Þó að slíkar dvergvetrarbrautir séu litlar í samanburði við vetrarbrautina okkar þá innihalda þær samt sem áður nokkrar milljónir eða milljarða stjarna.

DDO 82, sem einnig er þekkt sem UGC 5692, er þó ekki algerlega sviplaus. Stjarneðlisfræðingar flokka hana sem Sm vetrarbraut, eða Magellanska þyrilvetrarbraut eftir Stóra Magellansskýinu, dvergvetrarbraut sem er á sporbraut umhverfis vetrarbrautina okkar. Sú vetrarbraut, líkt og DDO 82, er sögð hafa einn þyrilarm.

Í tilviki DDO 82 hafa þyngdarkraftar í fyllingu tímans afmyndað hana svo að bygging hennar er ekki eins áberandi og í Stóra Magellanskýinu. Í samræmi við það tala stjarneðlisfræðingar einnig um DDO 82 og aðrar vetrarbrautir af sama toga sem óreglulegar dvergvetrarbrautir.

DDO 82 er að finna í stjörnumerkinu Stórabirni, í um það bil 13 milljóna ljósára fjarlægð. Fyrirbærið er talið tilheyra M81 vetrarbrautarhópnum sem inniheldur um 36 vetrarbrautir. DDO 82 fær nafn sitt af númeri sínu í David Dunlap Observatory skránni. Kanadíski stjörnufræðingurinn Sidney van den Bergh setti saman þann lista af dvergvetrarbrautum árið 1959.

Myndin er sett saman úr ljósmyndum teknar í sýnilegu og innrauðu ljósi með Advanced Camera for Surveys á Hubble. Sjónsviðið spannar um 3,3 bogamínútur.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Um fyrirbærið

  • Nafn: DDO 82

  • Tegund: Dvergvetrarbraut

  • Stjörnumerki: Stóribjörn

  • Fjarlægð: 13 milljónir ljósára

Þysjanleg mynd

Myndir

Tengt efni

Ummæli