62 áður óþekkt tungl finnast um Satúrnus

Sævar Helgi Bragason 14. maí 2023 Fréttir

Heildarfjöldi þekktra tungla um Satúrnus kominn í 145

  • Ný tungl um Satúrnus

Stjörnufræðingar hafa tilkynnt um uppgötvun á 62 áður óþekktum tunglum umhverfis Satúrnus. Öll eru þau aðeins örfáir kílómetrar að stærð og langt frá Satúrnusi.

Ups_FB_cover

Tunglin fundust á myndum sem teknar voru með Canada-France-Hawaii sjónaukanum milli 2019 og 2021. Öll eru þau afar smá, aðeins örfáir kílómetrar að stærð og langt í burtu frá Satúrnusi .

Smæðin, fjöldin og sporbrautirnar benda til þess að sum þeirra hafi orðið til eftir árekstur tveggja hnatta á braut um Satúrnus fyrir um það bil 100 milljónum ára. Önnur gætu verið smástirni sem festust á sporbraut um Satúrnus.

Satúrnus skartar því að minnsta kosti 145 tunglum og tekur þar með fram úr Júpíter sem hefur 95 þekkt fylgitungl .

Áætlað er að enn eigi um það bil þrjátíu álíka stór tungl eftir að koma í leitirnar til viðbótar. Enn minni fylgihnettir, innan við 1 km að stærð og enn ófundnir, skipta sennilega hundruðum ef ekki þúsundum.

Tunglafjöldi reikistjarnanna er því sem hér segir:

Merkúríus - 0
Venus - 0
Jörðin - 1
Mars - 2
Júpíter - 95
Satúrnus - 145
Úranus - 27
Neptúnus - 14

Frétt á vef Sky & Telescope